Verkefnið felst í því að smíða vef eftir forskrift.
Gefin er hönnun í Figma. Hægt er að kveikja á grind með View > Layout grids.
Allt efni, litir, stærði o.s.fr skal taka úr Figma skjali.
Ekki þarf að útfæra neina virkni fyrir takka eða form.
Hönnunin er ekki fullkomin og er ósamræmi í bilum, stærðum o.þ.h. Leyfilegt er að normalísera en hægt er að spyrja spurninga um hönnun á rásinni #vef1-2022-h1
.
Gefin er desktop og mobile hönnun. Passa þarf upp á að vefur sé skalanlegur á milli.
Allir tenglar á uppskrift skulu fara á uppskriftarsíðu, allir tenglar á yfirlit/skoða uppskriftir skal fara á yfirlitssíðu.
Vefur skal vera prófaður og virka í nýjustu útgáfum af Firefox og Chrome.
Verkefnið skal unnið í hóp með 3-4 einstaklingum. Hafið samband við kennara ef ekki er mögulegt að vinna í hóp. Hægt er að leita að félögum á slack á rásinni #vef1-2022-h1-vantar-hop
.
Notast skal við Git og GitHub. Engar zip skrár með kóða ættu að ganga á milli í hópavinnu, heldur á að „committa“ allan kóða og vinna gegnum Git.
Sjást ætti á commit history að allir meðlimir hóps hafi tekið þátt í verkefni.
Útbúa ætti a.m.k. fimm Pull Request (PR) þar sem búið er að fara yfir af öðrum meðlim í hóp.
README.md
skrá skal vera í rót verkefnis og innihalda:
- Upplýsingar um hvernig keyra skuli verkefnið
npm run dev
eðanpm start
npm run lint
skal vera til staðar og keyra stylelint á Sass
- Létt lýsing á uppsetningu verkefnis, hvernig því er skipt í möppur, hvernig CSS/Sass er skipulagt og fleira sem á við
- Upplýsingar um alla sem unnu verkefni, nöfn, HÍ notendanöfn og GitHub notendanöfn
Verkefnið skal innihalda package.json
og package-lock.json
sem innihalda öll notuð tól.
Þegar verkefnið er sótt verður npm install
keyrt á undan öllum öðrum skipunum.
Setja skal upp Sass og stylelint með stylelint-config-sass-guidelines
og stylelint-config-standard
fyrir verkefnið.
Til að passa upp á samræmi eru skrárnar .gitignore
, .gitattributes
og .editorconfig
gefnar.
- 10% - Git og GitHub PR eftir forskrift
- 10% -
README
eftir forskrift, tæki og tól uppsett - 10% – Snyrtilegt, gilt (skv. stylelint) CSS/Sass, gilt og aðgengilegt HTML
- 15% – Almennt útlit
- 15% – Forsíða
- 15% – Yfirlitssíða
- 15% – Uppskriftasíða, bæði með mynd og vídeó í haus
- 10% – Almennur skalanleiki
Verkefni sett fyrir í fyrirlestri mánudaginn 26. október 2022.
Einn aðili úr hóp skal skila fyrir hönd allra og skila skal í Canvas í seinasta lagi 30. október.
Skil skulu innihalda:
- nöfn allra í hóp ásamt notendanafni
- slóð á verkefni keyrandi á Netlify
- slóð á private GitHub repo fyrir verkefni. Dæmatímakennurum skal hafa verið boðið í repo. Notendanöfn þeirra eru:
MarzukIngi
Stimmikex
brynjar13
ofurtumi
BjarniHaskoli
Stulli888
Sett verða fyrir tíu minni verkefni þar sem átta bestu gilda 5% hvert, samtals 40% af lokaeinkunn.
Sett verða fyrir tvö hópverkefni þar sem hvort um sig gildir 10%, samtals 20% af lokaeinkunn.
Upprunaleg hönnun eftir Meghan Regior fyrir verkefni í vefforritun 2016. Flutt í Figma og uppfært af Óla.
Útgáfa 0.2 (bæta við um git og PR)